Search
Close this search box.
Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegur Isabelu grímubúningur

Hættan er sú að barnið getur fests í snúrunni vegna þess að ekki er hægt að losa hana sem skapar mikla kyrkingarhættu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegum grímubúning fyrir börn „Déguisement encanto Isabela enfant violet 140 cm“ frá ZHI ZUAN Tong sem seldur var á vefsíðu fnac.com. Grunur leikur á að búningurinn gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er búningur fyrir Isabelu karakterinn í Disney myndinni Encanto í stærð 140 cm. Búningurinn kemur í glærum plastumbúðum með vörunúmerið 80672. Varan er ekki CE-merkt og ber ekki lotunúmer né strikamerki.

Hver er hættan?

Búningurinn er með snúru sem ekki er hægt að taka af. Snúran er 65 cm en hún má ekki vera lengri en 7,5 cm. Hættan er sú að barnið getur fests í snúrunni vegna þess að ekki er hægt að losa hana sem skapar mikla kyrkingarhættu.

HMS beinir því til allra eigenda þessa búnings að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.