Search
Close this search box.

Vörur

Það er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir og upplýstir um réttindi sín sem neytendur. Hagur neytenda er í forgangi og gilda ákveðin lög og reglur um neytendavörur sem fagmenn og aðilar í viðskiptalífinu þurfa að þekkja og virða reglur á sviði neytendaverndar.

HMS fer með skipulagt eftirlit með vörum á markaði. Það greinist í skoðun vöru annars vegar og skipulagða öflun upplýsinga um vörur á markaði hins vegar, m.a. með því að taka á móti ábendingum um vörur sem taldar eru hættulegar. Með skoðun vöru er átt við rannsókn á vöru og ákvörðun um hvort hún samræmist sérstökum eða almennum kröfum.