Search
Close this search box.
Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegt jafnvægishjól

Stýri hjólsins getur losnað eða dottið af. Þetta getur leitt til falls og meiðsla.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu „Woom ORIGINAL“ jafnvægishjóli fyrir börn sem kann að vera selt hér á landi.

Þetta er jafnvægishjól með silfurlitaðri skrúfu á stýrinu fyrir aldur 18 til 54 mánaða. Gerð eða númer tegundar er Woom 1 (tegundarár: 2018-2021) og Woom 1PLUS (tegundarár: 2018-2021). Varan er ekki CE-merkt, ber ekki lotunúmer eða strikamerki.

Hver er hættan?

Stýri hjólsins getur losnað eða dottið af. Þetta getur leitt til falls og meiðsla.  

Hvað á að gera?

HMS beinir því til allra eigenda „Woom ORIGINAL“ að hætta notkun hjólsins þegar í stað og hafa samband við Woom eða viðeigandi söluaðila.

Sjá nánar hér

https://help.woombikes.com/article/1075-stem-safety-notice