Smásöluleyfi

Þeir aðilar sem hyggjast selja nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur þurfa sérstakt leyfi HMS.

Gjald fyrir leyfi á hvern sölustað samanstendur af 27.224 kr. vinnslugjaldi auk eftirlitsgjaldi. Eftirlitsgjald samanstendur svo af tímagjaldi sérfræðings HMS sem er 18.216 kr./klst. og tilfallandi kostnaði, svo sem ferðakostnaði, eftir því sem við á.

HMS er heimilt að innheimta eftirlitsgjald í kjölfar hverrar eftirlitsferðar í verslanir sem hlotið hafa leyfi. 

Leyfisgjöld eru ekki endurgreidd.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjanda eða forsvarsmanna hans:

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn:

  • Heiti og heimilisfang sölustaðar,
  • Heiti, heimilisfang og kennitala rekstraraðila
  • Heiti, heimilisfang, kennitala og tengilisupplýsingar ábyrgðaraðila,
  • Ef sækja á um netverslun skal koma fram vefslóð og heimilisfang lagers netverslunar.