Í tæknigögnum skulu vera öll viðeigandi gögn eða upplýsingar um aðferðir sem framleiðandi notar til að tryggja að leikföng séu í samræmi við grunnkröfur um öryggi.
Tæknigögn skulu vera á einu af opinberum tungumálum aðildaríkja Evrópska efnahagssvæðisins.
Framleiðandi skal, á grundvelli rökstuddrar beiðni HMS, leggja fram þýðingu á viðkomandi hlutum tæknigagnanna á íslensku eða öðru tungumáli sem HMS samþykkir. Í því tilviki að HMS hefur á grundvelli rökstuddrar beiðni óskað eftir tæknigögnum þá ber framleiðanda að afhenda þau gögn eigi síðar en 30 dögum frá því að stofnunin leggur fram beiðni um afhendingu gagnanna. HMS er heimilt að stytta afhendingarfrestinn sé það réttlætanlegt vegna alvarlegrar og bráðrar hættu.
Uppfylli framleiðandi ekki skyldur sínar er HMS heimilt að láta tilkynntan aðila framkvæma prófun á kostnað framleiðandans innan tiltekins tíma og til að sannprófa að farið sé eftir samhæfðum stöðlum og að grunnkröfum um öryggi sé fullnægt.
a) Ítarleg lýsing á hönnun og framleiðslu, þ.m.t. skrá yfir hluti og efni sem eru notuð í leikfangið og öryggisblöð vegna efna sem notuð eru, sem fengin eru hjá birgjum efnanna.
b) Öryggismat sem framkvæmt er í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 944/2014.
c) Lýsing á þeirri samræmismatsaðferð sem notuð er.
d) Eintak af EB-samræmisyfirlýsingunni.
e) Heimilisföng á framleiðslu- og geymslustöðum.
f) Afrit af skjölum sem framleiðandinn hefur lagt fram hjá tilkynntum aðila, ef hann á hlut að máli.
g) Prófunarskýrslur og lýsing á aðferðum sem framleiðandinn notar til að tryggja samræmi framleiðslu við samhæfðu staðlanna, ef framleiðandinn notar þá málsmeðferð við innra framleiðslueftirlit.
h) Afrit af EB-gerðarprófunarvottorðinu, lýsing á aðferðum sem framleiðandinn notar til að tryggja samræmi við vörurnar við gerðareintakið eins og lýst er í EB-gerðarprófunarvottorðinu og afrit af skjölunum sem framleiðandinn leggur fram hjá tilkynntum aðilum, ef framleiðandinn lagði fram leikfangið til EB-gerðarprófunar og fylgdi málsmeðferðinni um gerðarsamræmi.
Áður en leikfang er sett á markað skal framleiðandi greina frá hættu sem getur stafað af leikfanginu m.t.t.:
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00