Kveikjarar geta verið hættulegir í notkun og því hafa verið settar sérreglur sem miða að vernda neytendur. Kveikjarar hvort sem þeir eru einnota eða ætlaðir til áfyllinga verða að uppfylla ákveðnar kröfur til að teljast vera öruggir eins og varðandi högg, hita- og þrýstingsþol, hæð logans og barnalæsingar. Reglurnar gilda um kveikjarar sem eru markaðssettir og seldir á Íslandi.
Kveikjarar eru almenn neytendavara og eiga ekki að vera CE merktir og það þarf ekki leyfi yfirvalda til að selja þá.
Kveikjarar verða að uppfylla lög nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu; kveikjarar mega ekki vera hættuleg heilsu einstaklinga né eignum þeirra. Kveikjarar eiga að uppfylla ákvæði um öryggi eins og kemur fram í reglugerð nr. 619/2008 um bann við markaðssetningu, dreifingu og sölu kveikjara án barnalæsinga og kveikjara með óhefðbundið útlit sem höfða sérstaklega til barna.
Börnum geta þótt kveikjarar sérstaklega spennandi ef þeir líta út eins og til dæmis bíll, skór, farsími, dýr, blikkar eða gefur frá sér hljóð. Markaðssetning, sala eða önnur dreifing á slíkum kveikjurum er óheimil.
Kveikjarar verða að vera með barnalæsingu. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af miklu afli til þess að það sé hægt að kveikja á kveikjaranum. Miðað er við að börn undir 51 mánaða aldri geti ekki undir neinum kringumstæðum kveikt á kveikjurum, þar sem kraftur þeirra og tækni eru ekki nægjanleg. Kveikjari sem búinn er slíku viðnámi uppfyllir því kröfur og telst ekki skapa hættu fyrir börn. Nánari upplýsingar um barnalæsingar er að finna í 5.gr. reglugerðar nr. 619/2008 og í staðlinum ÍST EN 13869 Barnalæsingar fyrir kveikjara – Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
Ákveðnar upplýsingar og viðvaranir eiga að fylgja kveikjurum sem upplýsa um mikilvægi þess að nota kveikjarann rétt. Upplýsingarnar eiga að vera á kveikjaranum sjálfum, í meðfylgjandi bæklingi eða á umbúðum kveikjarans. Það þarf að vera skýrt úr hvaða framleiðslulotu hver kveikjari er og nafn framleiðanda sé eða ábyrgðaraðila. Allir kveikjarar eiga að vera merktir með nafni framleiðenda eða auðkenni og með eftirfarandi viðvörunarmerkjum eða texta:
Hafið þar sem börn ná ekki til / Haldið frá börnum.
Athuga
Undantekningar sem falla ekki undir þessar reglur eru t.d. arinn- og grillkveikjarar sem framleiddir eru í samræmi við ISO staðalinn 22702 og kveikjarar sem seldir eru með ábyrgð og þar sem veitt er m.a. viðgerðar – og varahlutaþjónusta, sbr. nánar 2. mgr. 1. gr. í reglugerð nr. 619/2008.
Kveikjara á að meðhöndla af varkárni, annars geta þeir reynst hættulegir börnum sem og fullorðnum. Neytendur skulu því hafa í huga eftirfarandi reglur um örugga notkun kveikjara:
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00