Helstu atriði

Orkumerkimiðinn hefur tekið breytingum þar sem orkunýtniflokkar hafa breyst, komin er tenging við QR-kóða, orkunotkun sýnilegri og myndtákn hafa verið uppfærð. 

Meiri upplýsingar og skýringarmynd má sjá hér fyrir neðan.

Hver er helsti munurinn á gamla og nýja merkimiðanum?

  • Nýi merkimiðinn notar samræmda orkunýtniflokka, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++, A++ og A+ munu hverfa.
  • Merkimiðinn er tengdur við EPREL-gagnagrunninn með QR-kóða sem eykur gagnsæi og auðveldar markaðseftirlit.
  • Orkunotkun varanna er sýnd á meira áberandi og einsleitari hátt í miðhluta merkimiðans.
  • Í neðri hluta merkimiðans eru ýmis myndtákn sem skýra tiltekna eiginleika vörunnar. Nokkur þeirra eru eins og á gamla merkimiðanum, sum hafa verið endurgerð og sum eru ný.
 

Hvað annað þarf að hafa í huga fyrir nýju orkumerkimiðana?

Orkunýtniflokkar

  • Það voru engar vörur í flokki A til að byrja með. Það var til að hvetja til þróunar í átt til betri orkunýtni. 
  • Þær vörur sem eru í hæsta orkunýtniflokknum, A+++, munu verða í orkunýtniflokki B eða C eftir breytinguna til að byrja með. 

Myndtákn

  • Meirihluti myndtáknanna sem voru á gamla merkimiðanum verður einnig notuð í nýju útgáfunni. Sumum hefur þó verið breytt lítillega og nokkur ný kynnt til sögunnar. 

EPREL-gagnagrunnurinn og QR-kóði

Lögum samkvæmt eiga allar orkumerktar vörur að vera skráðar í EPREL-gagnagrunninn af framleiðendum/birgðasölum. Gagnagrunnurinn veitir upplýsingar um vörur til viðbótar þeim sem koma fram á orkumerkimiðum, honum er skipt í tvo hluta:

  • Hluti fyrir markaðseftirlit: Þessi hluti er aðeins aðgengilegur markaðseftirlitsstjórnvöldum. Gögnin sem hér eru vistuð eru fyrst og fremst til að styðja við og auðvelda markaðseftirlit. 
  • Hluti fyrir neytendur, innkaupastjóra, söluaðila og aðra notendur:  Þar til í mars 2021 voru í honum upplýsingar sem tengjast gamla (núverandi) merkimiðanum. Upplýsingar í samræmi við nýja merkimiðann urðu aðgengileg frá og með mars 2021.

Upplýsingar í EPREL-gagnagrunninum eru aðgengilegar beint í gegnum vefsíðu ESB og með QR-kóða sem er á orkumerkimiðanum. Hugbúnaður, þróaður af óháðum aðilum, mun gera kleift að bera saman vöruupplýsingar og kostnaðarútreikninga.