Algengar spurningar fyrir söluaðila og birgðasala

 

Orku­merki­miði og vöru­flokk­ar

  • Á tímabilinu fyrir 1. til 18. mars 2021 þarf að skipta gömlu merkimiðunum út. Nýju merkimiðarnir mega ekki vera til sýnis í verslunum eða vefverslunum fyrir 1. mars 2021.
  • Skipta þarf um orkumerkimiða á sama tíma í vefverslunum.
  • Söluaðilar þurfa að sýna nýja merkimiðann í verslunum og vefverslunum frá þeim degi sem reglurnar taka gildi. Ekki er krafist breytinga á innihaldi umbúða vara á lager. Því þarf ekki að skipta út gömlum merkimiðum og vöruupplýsingablöðum í umbúðum.  
  • Þegar um ljósgjafa er að ræða skal söluaðili, á tímabilinu 1. september 2021 til 28. febrúar 2023 hylja gamla orkumerkimiðann á umbúðum eða vöru með límmiða af sömu stærð með nýja orkumerkimiðanum.

Auglýsingar sem sýna nýja kvarðann má ekki birta fyrr en viðkomandi reglugerðir taka gildi (1. mars eða 1. september 2021). Hægt er að gera vörulista en ekki má dreifa þeim fyrir þessar dagsetningar. Sama gildir um auglýsingar á vefnum.

Vef­versl­un eða fjar­sala

Vefverslun eða fjarsala þ.m.t. auglýsingar og kynningarefni fyrir vörur með nýjum orkumerkimiða

EPREL – gagna­grunn­ur­inn

Upplýsingar varðandi EPREL-gagnagrunninum
  • Frá 1. janúar 2019 hafa birgðasalar þurft að skrá tæki sem eiga að bera orkumerki í grunninn.
  • Birgðasalar verða að endurskrá vörur sínar ef þær falla ekki undir tilgreindar undanþágur. Með þessari endurskráningu verður til nýtt EPREL-auðkenni.
  • Fram á 3. ársfjórðung 2020 bauð EPREL-gagnagrunnurinn fyrirtækjum að forskrá vörur sínar og þannig búa til endurkvarðaða orkumerkimiða „handvirkt“. EPREL-gagnagrunnurinn býr til QR-kóðann sem á að vera í upprunaskrá orkumerkimiðans (birt á Europa, INDD sniði). Þannig er hægt að búa til orkumerkimiða handvirkt með hjálp frá grafískum hönnuði.

Söluaðilar munu geta hlaðið niður upplýsingum úr EPREL-gagnagrunninum þegar nýju orkumerkingarnar hafa tekið gildi.

  • Almenningur mun geta hlaðið niður nýju orkumerkimiðunum og viðeigandi vöruupplýsingablöðum úr EPREL-gagnagrunninum þegar nýju orkumerkingarnar taka gildi.
  • Aðgangur að EPREL-gagnagrunninum verður auðveldaður með QR-kóða sem tengist beint inn á  vörusíðuna í gagnagrunninum.
  • Upplýsingar sem aðgengilegar eru í EPREL-gagnagrunninum verða byggðar á gildandi / „gömlu“ reglugerðunum til 28. febrúar 2021 hvað varðar heimilistæki, sjónvörp og rafeindaskjái, en til 31. ágúst 2021 hvað  varðar ljósgjafa.  Upplýsingar byggðar á nýju reglugerðunum verða veittar frá 1. mars 2021 hvað varðar heimilistæki, sjónvörp og rafeindaskjái og frá 1. september 2021 hvað varðar ljósgjafa. 

Kynn­ing­ar- og fræðslu­efni um nýju orku­merki­mið­ana

  • Auglýsing fyrir tiltekna vöru sem fær nýjan orkunýtniflokk má ekki birta fyrir gildistökudag (1. mars 2021 hvað varðar heimilistæki, sjónvörp og rafeindaskjái, 1. september 2021 hvað varðar ljósgjafa). Hægt er að gera vörulista en ekki dreifa fyrir þessar dagsetningar. Sama gildir um auglýsingar á vefnum.
  • Upplýsingar og kynningarefni um nýju orkumerkingarnar má birta fyrir gildistökudag nýju reglugerðanna.