Categories
Fræðsluefni Mælitæki

Vigtarmannanámskeið júlí 2023

Á höfnum landsins þar sem verið er að vigta sjávarafla er lögbundin skylda að sú vigtun sé vottuð af löggiltum vigtarmanni.

Daganna 5. – 7. júní hélt HMS í samvinnu við Fiskistofu námskeið til löggildingar vigtarmanna. Námskeiðið var haldið í húsnæði Fiskistofu að Fornubúðum 5, Hafnarfirði. Námskeiðið var einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslumiðstöðvar á Egilsstöðum, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Neskaupstað. Námskeiðið veitir réttindi til að starfa sem löggiltur vigtarmaður í 10 ár.

Á höfnum landsins þar sem verið er að vigta sjávarafla er lögbundin skylda að sú vigtun sé vottuð af löggiltum vigtarmanni. Einnig er krafa um að til verksins séu notaðar löggiltar vogir og þar með reynt að tryggja áreiðanleika vigtunnar. Þær niðurstöður sem fást við vigtunina er safnað saman af Fiskistofu og notaðar til að fylgjast með hversu mikill afli berst að landi. Þar sem fiskimiðin okkar eru takmörkuð auðlind og kvótakerfið notað til að stýra sókn í þá auðlind þá er það ein af undirstöðum kerfisins að vigta afla sem berst að landi á öruggan hátt. Eins og staðan er í dag þá er litið á vigtarnótu undirritaða af löggiltum vigtarmanni sem fullgilt sönnunargagn fyrir dómstólim.

Í framhaldi af Almenna vigtarmannanámskeiðinu var þann 8. júní haldið Endurmenntunarnámskeið fyrir þá vigtarmenn sem þurfa að endurnýja löggildingu sína. Þar er farið yfir stöðu mála er snúa að vigtarmálum og þær breytingar sem orðið hafa á því sviði á síðustu árum.

Næstu vigtarmannanámskeið eru áætluð: Almennt námskeið 16. – 18. október og Endurmenntunarnámskeið þann 19. október. Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu HMS.

Vigtarmannanámskeið

Vigtarmannanámskeið

Hér má nálgast upplýsingar um næstu námskeið vigtarmanna, skráningu á námskeið og námsgögn. 

Hægt er að hringja í þjónustuver HMS í síma 440 6400 og fá nánari upplýsingar eða senda okkur tölvupóst á netfangið hms@hms.is.

Næstu námskeið

Námskeiðin eru haldin í janúar, júní og október.
Hægt er að sækja um bráðabirgalöggildingu og/eða námskeið hér

  • Almennt námskeið 3. – 5. júní 2024
  • Endurmenntunarnámskeið 6. júní
  • Bráðabirgðalöggilding 20. október 2023 – 15. júní 2024

Staðsetning
HMS Borgartún 21, 105 Reykjavík.

  • Greiða skal reikning sem stofnaður er í netbanka.
  • Námskeiðin hefjast klukkan 9.30 og þeim lýkur með prófi.
  • Þátttakendur þurfa að skila inn sakavottorði og búsforræðisvottorði.
Mögulega verður boðið upp á tengingu við námskeiðið með fjarfundarbúnaði. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar m.a. um hvar slík námskeið verða í boði.

 

Upplýsingar um námskeið og gögn

 Námskeiðin hefjast klukkan 9.30 og þeim lýkur með prófi