Í mars síðastliðnum framkvæmdi HMS skoðun á ástandi hjólbarða á vefnum. Skoðað var hvort hjólbarðamerkimiði væri til staðar og hvort vöruupplýsingablað væri til staðar með viðeigandi upplýsingum. En dreifingaraðilar skulu tryggja að hjólbarðamerkimiðinn sjáist í öllum sjónrænum auglýsingum. Ef verð er tilgreint í auglýsingu þá skal sýna hjólbarðamerkimiðann nálægt upplýsingum um verðið. Einnig á vöruupplýsingablað að vera aðgengilegt ef um vefverslun er að ræða. Í skoðuninni voru 48 hjólbarðar hjá 16 aðilum skoðaðir. Í niðurstöðunum kemur fram að hjólbarðamerkingar og vöruupplýsingablöð er mjög ábótavant. Fram kom að 91,67% hjólbarða reyndust ekki hafa merkingar, í 4,17% tilfella reyndust þær ófullnægjandi en í 4,17% voru merkingar til staðar. Vöruupplýsingablöð voru ekki til staðar í neinum tilfellum.
Categories
Vefverslun og auglýsingar hjólbarða
Í niðurstöðunum kemur fram að hjólbarðamerkingar og vöruupplýsingablöð er mjög ábótavant.