Categories
Stjórnvaldssekt

Stjórnvaldssekt vegna sölu til barna

HMS lagði 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Íssel Smáratorgi.

HMS hefur lagt stjórnvaldssekt á Rakkaberg ehf. sem rekur verslunina Íssel Smáratorgi þar sem verslunin seldi börnum rafrettur.

Sem liður í eftirlits- og þjónustustarfi HMS hafði stofnunin nýverið frætt verslunina um skyldur hennar vegna sölu á rafrettum og nikótínvörum. Þar á meðal voru aldurstakmarkanir rafretta og nikótínvara kynntar. Skömmu síðar tilkynnti verslunin til HMS að í tveimur tilvikum hafi rafrettur verið seldar börnum. Tók fulltrúi verslunar fram að hann harmaði atvikið. Var um fyrsta brot verslunar að ræða.

Hæfileg upphæð stjórnvaldssektar var því metin 100.000 kr.

HMS vill minna á að nikótínvörur og rafrettur eiga ekkert erindi í höndum barna og geta stofnað lífi og heilsu þeirra í hættu.