Categories
Visthönnun og orkumerkingar

Orkumerkingar og vöruupplýsingablöð rafeindaskjáa

Fram kom að 59,57% skjáa reyndust hafa orkumerkingar og 38,3% skjáa reyndust hafa hlekkinn „Vöruupplýsingablað“ með viðeigandi upplýsingum.

Í ágúst síðastliðnum framkvæmdi HMS skoðun á ástandi rafeindaskjáa, þ.e. sjónvarpa og tölvuskjáa, í vefverslunum. Skoðað var hvort orkumerkimiði væri til staðar og hvort hlekkurinn „Vöruupplýsingablað“ væri til staðar með viðeigandi upplýsingum. Í skoðuninni voru 47 skjáir skoðaðir og í niðurstöðunum kemur fram að orkumerkingar og vöruupplýsingablöð er nokkuð ábótavant. Fram kom að 59,57% skjáa reyndust hafa orkumerkingar og 38,3% skjáa reyndust hafa hlekkinn „Vöruupplýsingablað“ með viðeigandi upplýsingum.

Það er á ábyrgð söluaðila að tryggja að orkumerkingin og vöruupplýsingablaðið séu:

  • Nálægt verði vörunnar
  • Í stærð sem er vel sýnileg og læsileg fyrir neytendur
  • Aðgengileg neytendum áður en gengið er frá kaupum
  • Aðgengileg hvenær sem er þegar vara er sýnd á vefnum

Leiðbeiningar fyrir söluaðila: Hvernig nota á orkumerkingar og vöruupplýsingablaðið á vefnum