Borið hefur á því undanfarið að börn innbyrði nikótínpúða haldandi að þeir séu tyggjó. Nikótín er öflugt taugaeitur og þarf ekki stóran skammt til að lítil börn verði fyrir alvarlegum eitrunaráhrifum.
Hér á landi er eitthvað um að White Fox nikótínpúðar hafi verið markaðssettir í umbúðum sem líkjast umbúðum tyggjópoka. HMS telur að slíkar umbúðir valdi því að nikótínpúðarnir líkist matvælum sem auki líkurnar á að börn innbyrði vörurnar. Því er markaðssetning á slíkum umbúðum óleyfileg.
Þeir söluaðilar sem HMS hefur haft afskipti af vegna varanna hafa hætt sölu á þeim.
Mjög mikilvægt er nikótínvörur og rafrettur séu geymdar þar sem börn ná ekki til.