Mælitæki í notkun

Í reglugerðum um mælifræðilegt eftirlit með mælitækjum í notkun eru ákvæði um hvaða notkun er eftirlitsskyld, um löggildingar, hvenær fyrsta löggilding skal fara fram og um gildistíma löggildinga ásamt ákvæðum um prófanir vegna löggildinga og fleira. HMS getur veitt umboð til aðila sem til þess teljast hæfir og hafa fengið faggildingu til slíkra starfa að annast verklega framkvæmd við löggildingu mælitækja sem falla undir eftirlit stofnunarinnar, sbr. reglugerð nr. 956/2006. 

Þrír aðilar starfa á grundvelli slíks umboðs frá HMS:

Frumherji: Allar sjálfvirkar og ósjálfvirkar vogir, eldsneytisdælur og raforkumæla.

BSI á Íslandi: Sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp að 3.000 kg vigtargetu.

Löggilding: Allar sjálfvirkar og ósjálfvirkar vogir.

Í þeim tilvikum að eftirlitsskyldur aðili fer ekki að gildandi reglum þá tilkynnir umboðsaðilinn um slík tilvik til stofnunarinnar sem tekur ákvörðun um hvort beita eigi stjórnvaldsúrræðum, s.s. lokun eða stöðvun viðskipta og notkun mælitækisins.

Ít­ar­efni

Húsnæðis-  og mannvirkjastofnun (HMS) heldur utan um löggildingar á vogum samkvæmt lögum nr. 91 frá 2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

 

Samkvæmt reglugerð 254/2009 og 253/2009 um mælifræðilegt eftirlit með ósjálf­virk­um vogum og sjálfvirkum vogum þá er skylt að löggilda vogir sem hafðar eru til eftir­far­andi nota:

a. Ákvörðun massa fyrir verslunarviðskipti.

b. Ákvörðun massa fyrir útreikning á tollum, vörugjöldum, skatti, kaupauka eða ágóða­hlut, févíti, þóknun, bótum eða greiðslum af slíkum toga.

c. Ákvörðun verðs á grunni massa vegna beinnar sölu til almennings og vegna gerðar for­pakkaðrar vöru.

d. Vigtun samkvæmt reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla sem þar er kveðið á um að fara skuli fram á löggiltri vog þótt hún kunni ekki að falla undir lið a.

Eigandi vogar, sem er löggildingarskyld, ber ábyrgð á því að fá reglu­lega löggildingu hjá fag­­giltri prófunarstofu sem hefur umboð HMS til að annast löggildingu voga.

Eingöngu vogir sem hafa verið gerðarprófaðar af til þess bærum aðila er hægt að sann­prófa og þar eftir löggilda reglulega.

Þegar búið er að sannprófa vog og þar með staðfesta að vogin sé hæf til notkunar við lög­gild­ingar­skylda starfsemi eiga eftirfarandi merk­ingar að vera til staðar á voginni:

CE merki (staðfesting á að vogin uppfylli lágmarkskröfur úr stöðlum og tilskipunum). Mæli­fræði­merkið M inni í ferhyrningi ásamt tveim endastöfum framleiðsluárs. Þar á eftir fjögurra tölustafa númer aðilans sem sannprófaði vogina.

Dæmi:
Núverandi merkingar

Eldri merkingar

 

Faggiltar prófunarstofur löggilda vogir í umboði HMS skv. reglugerð nr. 956/2006. Hægt að fá upplýsingar hjá HMS hvaða prófunarstofur hafa þetta umboð í dag.