Categories
Innkallanir Öryggisvörur

Lífland innkallar reiðhjálma

Ef notandinn fellur af hestbaki þá þolir hjálmurinn ekki höggið og brotnar.

HMS vekur athygli á innköllun á Casco reiðhjálmum af gerðinni Nori Hufeisen / Nori Horseshoe, tegunda númer 1709, sem seldir hafa verið hjá Líflandi. Hjálmarnir hafa þegar verið teknir úr sölu. Hjálmarnir eru með logó Casco framan á hjálmunum.

Ástæða innköllunarinnar er sú að samkvæmt prófunum hjá finnskum stjórnvöldum uppfyllir hjálmurinn ekki þær lagalegu kröfur sem gerðar eru til persónuhlífa eins og reiðhjálma. Ef notandinn fellur af hestbaki þá þolir hjálmurinn ekki höggið og brotnar. Við fallið getur því notandinn hlotið höfuðáverka.

Þeir sem eiga reiðhjálm af gerðinni Casco Nori Hufeisen eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun hans undir eins og koma með þá aftur í verslun Líflands þar sem þeir fá annað hvort a.m.k. sambærilegan hjálm eða endurgreitt að fullu.

Nánari upplýsingar um innköllunina má sjá hér:

https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10011887?lang=en