Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lét kanna ástand á ábyrgðar- og hreinleikastimplum á skartgripum unnum úr eðalmálmum sem eru til sölu í Reykjavík. Skoðaðir voru skartgripir úr gulli og silfri. Skoðað var hvort að vörurnar væru með hreinleika og nafnastimpil. Hreinleikastimpill er þriggja tölustafa stimpill sem sýnir hversu mikið magn af hreinu gulli, silfri, platínu eða palladíum er í viðkomandi vöru. Hreinleikstimpill 585 á gullhring segir til um að í hringnum er 58,5% gull. Nafnastimpill auðkennir framleiðanda, seljanda eða innflytjanda vöru þannig að hægt sé að rekja uppruna hennar. Á heimasíðu HMS.is er hægt að sjá alla nafnastimplana sem hafa verið viðurkenndir af stofnuninni. En með því er hægt að rekja þann sem hannaði vöruna eða ber ábyrgð á henni, sá aðili lofar einnig að hreinleiki vörunnar sé eins og kemur fram á skartgripnum.
Skoðað voru samtals 36 vörur af þeim voru fjórar vörur sem þurfti að skoða nánar. Það vantaðir gilda hreinleikastimpla á tvær vörur, en þær voru báðar stimplaðar með nafnastimpli. Og það vantaðir nafnastimpla á tvo skartgripi.
Hafa skal í huga að allar vörur unnar úr eðalmálmum eiga að bera hreinleikastimpil og nafnastimpil og það er óheimilt að flytja slíkar vörur inn til landsins, selja þær eða bjóða til sölu nema þær séu merktar með réttum og viðurkenndum stimplum.