Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu strokleðri sem selt var á vefnum, aðallega á AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Vöruflokkur: Leikfang
Vara: Strokleður
Nafn: Kawaii cartoon sport gommes en caoutchouc basketball olive forme gomme étudiants
Vörulýsing: Fjögur lítil strokleður í formi körfubolta.
Umbúðarlýsing: Plastpakkar
Hvar er varan til sölu: Varan er seld á vefnum, aðallega á AliExpress með auðkennisnúmerið 33046398186
Hver er hættan: Köfnun
Lýsing á hættu: Það vantar viðeigandi aldursviðvörun á vöruna og þar af leiðandi gæti lítið barn fengið leikfangið, sett það í munninn og kafnað.
Hvað á að gera?: HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Vörumerki: GANSSIA
Lotunúmer: Óþekkt
Strikamerki: Óþekkt
Vörunúmer: Óþekkt
Er varan CE-merkt: Nei
Hlekkur á Safety Gate tilkynningu: https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10012638?lang=en