Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu segulleikfangi „Educational magnetics sticks“ framleitt af STEM, sem selt var á vefnum, aðallega á WISH. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er sett af segulstöngum og boltum sem notuð eru sem byggingareiningar. Leikfangið kemur í plastpoka. Leikfangið er ekki CE-merkt og ber ekki lotunúmer né strikamerki.
Hver er hættan?
Leikfangið hefur litla hluti (seglarnir) sem geta auðveldlega losnað. Barn getur sett þá í munninn og innbyrt þá sem getur leitt til köfnunar ef þeir fara í öndunarveginn.
HMS beinir því til allra eigenda þessa segulleikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.