Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu mjúkdýri „50 cm Coloré Incworm Doux Belle Chenille Oreiller Peluche Développement Bébé Jouet“ sem selt var á vefnum, aðallega á JOOM. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er marglitað mjúkdýr, 42 cm langt. Leikfangið er ekki CE-merkt en ber aukennisnúmerið: 1487329381209665748-213-1582-2555690655.
Hver er hættan?
Leikfangið hefur litla hluti (augun) sem geta auðveldlega losnað. Þar af leiðandi getur lítið barn sett þau í munninn og kafnað. Þar að auki geta rauðir og gulir hlutir auðveldlega losnað og trefjaefnið verður aðgengilegt. Barn getur sett það í munninn og kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Sjá nánar: https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10012607?lang=en