Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri lyklakippu með áföstum bleikum broddgelti sem selt var á vefnum, aðallega á JOOM. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Leikfangið er ekki CE-merkt en ber aukennisnúmerið: 5ed704a38b451301018fd8dc. Leikfangið kemur í plastpoka og ber tegundarnúmerið 897463.
Hver er hættan?
Leikfangið hefur litla hluti (málmhringur, keðja, augu, nef) sem geta auðveldlega losnað frá vörunni. Þar af leiðandi getur lítið barn sett þau í munninn og kafnað. Saumurinn veitir einnig aðgang að fyllingarefninu. Lítið barn getur sett það í munninn og kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Sjá nánar: https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10012604?lang=en