Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri dúkku „Poupée JJ d´apprentissage“ framleitt af COCOMELON, sem selt var á vefnum. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er plastdúkka (tal, litir, bókstafir, tölustafir). Leikfangið kemur í pappa- og plastkassa. Leikfangið er CE-merkt með tegundarnúmerið CCM11 og strikamerkið 8056379128359.
Hver er hættan?
Auðvelt er að nálgast trefjaefni leikfangsins vegna veikleika ákveðna sauma. Lítið barn getur sett fyllingarefnið í munninn og kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Sjá nánar: https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10012544?lang=en
Nánar um innköllun: https://rappel.conso.gouv.fr/