Categories
Leikföng

Köfnunarhætta af veiðileikfangi

Leikfangið hefur litla hluti (segla) sem auðvelt er að losa frá.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu veiðileikfangi „Jouets de peche magnétiques en bois pour bébé dessin animé vie marine cognition jeux de poissons“ sem selt var á vefnum, aðallega á Wish. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta segulveiðileikfang er úr viði sem samanstendur af segulstöng og 15 sjávardýrum úr við. Fiskarnir eru með tölustöfum, tákn og hjóðþýðingar þeirra skrifaðar aftan á. Leikfangið kemur í plastpoka með rennilás. Leikfangið er ekki CE-merkt og ber ekki lotunúmer né strikamerki.

Hver er hættan?

Leikfangið hefur litla hluti (segla) sem auðvelt er að losa frá. Barn getur sett þá í munninn og innbyrt þá sem getur leitt til köfnunar ef þeir fara í öndunarveginn. Ef nokkrir seglar eru gleyptir geta þeir laðað hvorn annan að sér og valdið stíflu eða götun í þörmum.

HMS beinir því til allra eigenda þessa veiðileikfangs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.