Categories
Barnavörur Innkallanir

Innköllun á Thule barna hjólasæti

Hættan sem stafar af hjólasætinu er af völdum beltispúða.

HMS fékk tilkynningu um að innkalla ætti Thule AB RideAlong hjólasæti með módel númeri 100106-100108. Varan var framleidd frá mars 2021 til og með október 2023. Kemur fram í tilkynningunni að auðvelt sé að sjá módel númerið á merkimiða undir sætinu á Thule RideAlong.

Hættan sem stafar af hjólasætinu er af völdum beltispúða en komið hefur í ljós að efnið í púðanum  í Thule RideAlong  getur farið yfir leyfilegum mörk, samkvæmt reglum fyrir eldtefjandi efnið DecaBDE. Ef efnið er yfir mörkum getur það haft afleiðingar ef það er innbyrt eða kemst í snertingu við skinn eða augu. Um er að ræða 82509 Thule RideAlong hjólasæti og af þeim hafa 108 verið seld á Íslandi.

Ekki er vitað um nein tilfelli eða slys af völdum vörunnar. Allir neytendur er beðnir um að hætta strax notkun á hjólasætinu.

Kemur fram í tilkynningunni að Thule muni hafa samband með tilkynningarbréfi til allra tilgreindra endanlegra neytenda með RideAlong framleitt frá mars 2021 til og með október 2023 með upplýsingum um innköllunarferlið. Eigendur hjólasætanna verða beðnir um að heimsækja www.thule.com/recallthuleridealongerow og skrá sig fyrir nýjum beltispúðum. Þeir geta einnig haft samband við Thule með tölvupósti eða síma (samskiptaupplýsingar verða í tilkynningarbréfinu sem sent er út til eigenda hjólasætisins). Skipt verður um beltispúðann sem festur er nú við beltið og nýr settur  í staðinn.

Einnig er hægt  að hafa samband við fyrirtækið Margt og Mikið í síma 565-4444.