Categories
Almenn neytendavara Innkallanir

Innköllun á Fischer RC4 skíðaskóm

Getur skórinn snúist þannig að hællinn getur farið úr læsingunni sem eykur hættu á árekstri og meiðslum

HMS fékk tilkynningu um innköllun frá Fischer Sports GmbH. Kom í ljós við gæðaeftirlit að Fischer skíðaskór fyrir unglinga, módel númer RC4 Junior módel 50, 60 og 65 væru ekki í lagi.

Í tilkynningu frá Fischer Sports kemur fram að gallinn hafi fundist við gæðaeftirlit. Getur skórinn snúist þannig að hællinn getur farið úr læsingunni sem eykur hættu á árekstri og meiðslum. Til að koma í veg fyrir þessa hættu fyrir notendur, innkallar Fischer strax alla RC4 Junior skó 50, 60 og 65 módel í ákveðnum stærðum þar sem gallinn kemur fram.

Eins og kemur fram í tilkynningu Fisher Sports: „Hágæða staðlar okkar og ábyrgðartilfinning hafa orðið til þess að við höfum tekið frumkvæði með þessari innköllun fyrir til að tryggja enn frekar gæði vöru okkar í hvívetna og til að útiloka alla áhættu“.

Skíðaskórnir voru afhentir frá framleiðanda eftir október 2022. Um er að ræða stærðir 21,5 og ofar. Minni númer 19,5 og 20,5 eru í lagi.

Ekki er vitað hvaða verslun seldi Fischer skóna á Íslandi en þeir fást í vefverslunum og þeir gæti hafa borist til landsins með öðrum leiðum. Ekki er vitað um nein tilfelli eða slys af völdum vörunnar. Neytendur eru beðnir um að hætta strax notkun á skíðaskónum.

https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10011820?lang=en

https://www.fischersports.com/voluntary-product-update-junior-alpine-ski-boot

Um leið vill HMS minna á fyrri sölubönn á Fischer TRAVERS CARBON PRO sem framleiddir voru og seldir eftir október 2021, stærðir 24.5 – 28.5.

https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10005674?lang=en

Og innköllun á Fischer Travers CC sem framleiddir voru eftir október 2018 í stærðum 25.5 til 30.5. Módel númer er U18519.

https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10000691?lang=en