Með hækkandi sól eykst hjólreiðanotkun mikið og þá sérstaklega hjá börnum og ungmennum þar sem þau eru komin í frí frá skólanum. En því miður fylgir þessum ánægjustundum oft slys og helsta ástæðan er að þau detta af hjólinu. Áverkarnir eru margvíslegir en mjög oft fær barnið högg á höfuðið við fallið. Hjálmurinn kemur ekki i veg fyrir slys en hann minnkar áhættuna á alvarlegum slysum. Flest þekkjum við dæmi þar sem börn og fullorðnir hafi sloppið með minni meiðsli í stað þess að slasast alvarlega þökk sé hjálminum. Vegna þess er það skylda að börn undir 16 ára eiga að vera með hlífðarhjálm við hjólreiðar.
Að velja hjálm
Þegar keyptur er nýr hjálmur er mikilvægt að athuga hvort að hann passi. Hjálmarnir fást í ýmsum stærðum enda höfuðlag barna misjafnt eins og skóstærðir þeirra. Ekki kaupa stóran hjálm með það í huga að hann passi næstu árin.
Til að hjálmurinn hlífi barninu sem best þarf hann að passa og vera rétt stilltur. Mikilvægt er fara eftir leiðbeiningunum sem fylgja hjálminum, þar kemur fram hvernig á að meðhöndla hjálminn og passa að hann sé rétt stilltur. Það á sem dæmi að setja hjálminn beint niður á höfuðið. Þegar hjálmurinn er festur þá á bandið sem fer undir hökuna að falla það þétt að henni það eiga einungis 1-2 fingur komist á milli bands og höku. Prófaðu hjálminn með því að færa hann fram og aftur á höfði barnsins. Ef hann færist aðeins um nokkra millimetra þá situr hann rétt. Hjálmurinn ætti að sitja þægilega á höfðinu og hindra barnið sem minnst á með leik stendur.
Hjálmar fyrir litla klifrara
Það eru til hjálmar sem eru sérstaklega hannaðir fyrir börn 7 ára og yngri en þeir auðþekkjanlegir á grænni spennu. Munurinn á þessari tegund hjálma og annarra hjólreiðahjálma er að yngstu börnin allt að sjö ára taka ekki alltaf af sér hjálminn þegar þau sjá spennandi klifurgrind. Græna sylgjan er öryggisbúnaður sem opnast sjálfkrafa við 9-16 kg þrýstingi, til dæmis ef barnið lendir í að hanga á ól sem festir hjálminn. Búnaður lágmarkar þannig hættuna á að barnið festist út af hjálminum.
Ráð fyrir neytendur
- Skoðaðu viðvaranir, merkingar og leiðbeiningar. Kaupið aðeins búnað sem er CE-merktur og honum fylgi samræmisyfirlýsing. Lesið sérstaklega viðvaranir og merkingar.
- Notaðu alltaf búnaðinn eins og leiðbeiningar framleiðanda segja til um. Hjálmurinn veitir ekki fulla vernd geng slysum en dregur úr líkum á meiðslum og alvarleika hvers kyns áverka.
- Athugaðu hjálminn reglulega, ef hann hefur orðið fyrir hnjaski getur hann verið ónýtur og þá þarf endurnýjaðu hann.
- Notið ekki hjálm sem er útrunnin en hjálmar hafa tiltekinn endingartíma en algengt er að hann sé um fimm ár. Það sést inn í hjálminum hvenær hann var framleiddur
- Innkallanir og tilkynningar um öryggisvandamál. Vertu meðvitaður um hvar upplýsingar um innkallaðar vöru er að finna og bregstu strax við ef haft er samband við þig vegna innköllunar.
- Hjálmar með grænni sylgju sem eru sérstaklega hannaðir fyrir börn 7 ára og yngri. Sylgjan er hönnuð þannig að ef hjálmurinn festist i einhverju og það þrengir að hálsi barnsins opnast sylgjan og hjálmurinn losnar af barninu. Gott er að hafa grænu sylgjuna í huga ef barnið er klifurköttur og mikið um freistingar að klifra í umhverfinu.
- Það er mjög mikilvægt ef keyptur er hjálmur á vefsíðu að allar merkingar og leiðbeiningar séu til staðar. Kaupendur verða að ganga úr skugga áður en kaup fara fram m.a. hvort hjálmurinn sé CE merktur, samræmisyfirlýsing (e. Declaration of conformity) sé tiltæk og geta lesið leiðbeiningar. Það verður að koma fram nákvæm stærð hjálmsins, ekki kaupa hjálm sem er seldur sem ein stærð og á passa öllum.