Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegur leikfangasími

Ungt barn getur auðveldlega náð til rafhlaðna, hugsanlega gleypt þær og valdið skaða á meltingavegi. Einnig veldur þetta köfnunarhættu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegum leikfangasíma sem seldur var á vefsíðu Rue du Commerce. Grunur leikur á um að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er gagnvirkur leikfangasími sem gefur frá sér hljóð og ljós. Hann kemur í kassa með engum leiðbeiningum. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Einnig er vörumerki óþekkt.

Hver er hættan?

Skrúfan sem heldur rafhlöðuhólfinu lokuðu getur dottið og týnst. Ef skrúfan tapast þegar skipt er um rafhlöður þá er ein hreyfing nægjanleg til að opna hlífina á rafhlöðuhólfinu. Ungt barn gæti þar af leiðandi auðveldlega náð til rafhlaðna, hugsanlega gleypt þær og valdið skaða á meltingavegi. Einnig veldur þetta köfnunarhættu. HMS beinir því til allra eigenda þessa leikfangasíma að hætta notkun leikfangsins þegar í stað