Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegt risaeðlubyggingasett

Auðvelt að opna rafhlöðuhólfið án þess að nota verkfæri og einnig brotnar það auðveldlega sem gerir það að verkum að hnapparafhlöðurnar eru aðgengilegar fyrir börn. Barn gæti sett hnapparafhlöðurnar í munninn sem gæti valdi köfnun ef þær eru gleyptar. Einnig gætu þær valdið skemmdum á meltingarvegi ef þær eru gleypar.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu risaeðlubyggingasetti „Fil électrique controle tricératops dinosaure bricolage assembler jouet éducatif étudiant école“ sem selt var á vefnum, aðallega á Wish. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er byggingasett í formi risaeðlu knúið af lítilli rafrás. Settið inniheldur 38 tréstykki af risaeðlunni, leiðbeiningabækling, skrúfur, lítinn mótor, fjarstýringu og skrúfjárn. Leikfangið kemur í plastpoka með rennilás. Leikfangið er ekki CE-merkt en ber lotunúmerið 810251, SCJH202304070017/JG001 og módel númer er J/25.

Hver er hættan?

Auðvelt að opna rafhlöðuhólfið án þess að nota verkfæri og einnig brotnar það auðveldlega sem gerir það að verkum að hnapparafhlöðurnar eru aðgengilegar fyrir börn. Barn gæti sett hnapparafhlöðurnar í munninn sem gæti valdi köfnun ef þær eru gleyptar. Einnig gætu þær valdið skemmdum á meltingarvegi ef þær eru gleypar.

HMS beinir því til allra eigenda þessa risaeðlubyggingasetts að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.