Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu leikfangi „myHodo Balls“ eða „Stress killer gadget“ en leikfangið var selt á vefsíðu Amazon og öðrum vefsíðum. Grunur leikur á að leikfangið sé í umferð á Íslandi en hugsanlegt er að það hafi einnig borist hingað eftir öðrum leiðum.
Leikfangið er samansett af 5 mm segulkúlum að þvermáli með mjög sterku segulflæði. Segulkúlurnar eru fáanlegar í samsetningum af 64 kúlum, 100 kúlum, 216 kúlum, 512 kúlum og 1024 kúlum. Leikfangið er nú í málmkassa.
Þetta leikfang er hættulegt. Segulflæðið sem var mælt var 176.4 kG2mm2 en leyfileg mörk eru undir 50 kG2mm2. Barn getur sett kúlurnar í munninn og gleypt þær sem getur leitt til köfnunar ef þær fara í öndunarveginn. Ef tvær eða fleiri kúlur eru gleyptar gætu þær fests saman vegna sterks segulflæðis og valdið stíflu í meltingarveginum eða sett göt í hann. Ef segulkúlur fara í meltingarveginn þá þarf að fjarlægja þær með skurðaðgerð.
HMS beinir því til allra eiganda „myHodo Balls“ eða „Stress killer gadget“ að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.
Segulkubbar eða segulkúlur eru vinsæl leikföng út um allan heim. Þau eru oftast litlík, kúlurnar eru smáar (3 mm eða 5 mm að þvermáli) og segulflæðið er mjög sterkt. Komið hefur í ljós að þegar þessi leikföng eru prófuð þá er segulflæðið sterkari en leyfilegt er í flestum tilfellum.
HMS mælir með mikilli aðgát við meðhöndlun þessara vara og ætti alls ekki að vera meðhöndluð af börnum.