Categories
Barnafatnaður Innkallanir

Hættulegar Michael Kors barnaúlpur

Ástæða innköllunar er að smellurnar geta auðveldlega losnað af úlpunni. Lítið barn getur sett smelluna í munninn og kafnað.

HMS vekur athygli á hættulegum barnaúlpum sem framleiðandinn Michael Kors er að innkalla. Um er að ræða puffer úlpu þar sem hægt er að renna ermum af. Tegundin heitir R16129. Varan var seld í vefverslunum og einnig í verslunum sem selja barnavörur frá Michael Kors. Ástæða innköllunar er að smellurnar geta auðveldlega losnað af úlpunni. Lítið barn getur sett smelluna í munninn og kafnað.

Um er að ræða fjögur lotunúmer:

R16129 190 2A

R16129 190 3A

R16129 Z99 2A

R16129 Z99 3A

Og eru strikamerkin á úlpunum:

3143162523424

3143162572033

3143162640961

3143162661102

HMS beinir því til forráðamanna að hætta að nota úlpuna og hafa samband við söluaðilann.

Nánari upplýsingar má finn hér:

https://rappel.conso.gouv.fr/fiche-rappel/13432/Interne

https://ec.europa.eu/safety-gate-alerts/screen/webReport/alertDetail/10011917?lang=en