Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu leikfangi „Handheld toy rattle with a bell“ sem selt var á vefsíðu JOOM. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er hringla úr plasti. Hringlan er seld í mismunandi litum og mismunandi samsetningum. Málin eru um það bil 170 x 80 mm. Leikfangið er ekki CE-merkt eða ber neinar merkingar að öðru leyti, hvorki á leikfanginu né á umbúðum. Einnig eru engar upplýsingar um framleiðanda leikfangsins.
Hver er hættan?
Smáhlutir losna auðveldlega úr leikfanginu, eins og kúlur og ferningar, sem auðvelt er fyrir ungt barn að gleypa og skapar þar af leiðandi köfnunarhættu. Önnur hætta sem skapast er af handfangi hringlunar. Handfangið er of langt og ef barn setur það í munninn getur það stíflað öndunarveginn og valdið köfnun. Jafnframt er hávaðinn sem kúlan gefur frá sér of hár eða 111.3 dB. Þessi hávaði gæti leitt til varanlegs heyrnarskaða eða að hluta til, þegar leikfangið er notað.
HMS beinir því til allra eigenda „Handheld toy rattle with a bell“ að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.