Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri tuskubrúðu „Goblin coréen“ sem seld var á vefsíðu AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er mjúkt leikfang í formi tuskubrúðu með hettu. Leikfangið kemur ekki í pakkningu. Leikfangið er ekki CE-merkt og ber ekki lotunúmer né strikamerki.
Hver er hættan?
Auðvelt er að nálgast trefjaefni leikfangsins vegna veikleika í saumunum. Lítið barn getur sett fyllingarefnið í munninn og kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessa tuskubrúðu að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.