Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningu „Lavable enfants enfants diy palm graffiti doigt peinture doodle tampon déncre peint nouveau-né“ sem seld var á vefnum, aðallega á vefsíðu Wish. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er blá fingramálning í hvítum disk sem er 18 cm í þvermál. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt. Vörunúmerið er einnig óþekkt.
Hver er hættan?
Varan hefur of háan styrk af metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI) (mæld gildi: 2.7 mg/kg og 2.4 mg/kg) MI og MCI eru ofnæmisvaldandi og geta valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum. Þar að auki rifnar svampurinn á blekpúðanum auðveldlega og lítið barn getur sett svampinn í munninn og kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessarar fingrarmálningar að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.