Categories
Fræðsluefni

Forpakkningar

Neytendur eru hvattir til að fylgjast vel með þessum málum.

Eitt af verkefnum HMS á sviði mælifræðinnar er að fylgjast með forpökkuðum vörum. Innkaup neytenda í dag í verslunum er að lang stærstum hluta vörur sem pakkað hefur verið annars staðar en í versluninni og síðan merktar með magnmerkingum þyngd eða rúmmáli. Neytendur hafa því ekki aðstöðu til að fylgjast með því þegar verið er að mæla magn vörunnar við innpakkningu.

Starfsmenn HMS fara reglulega í verslanir og fá að vigta vörur til að sannreyna þær merkingar sem á vörunum eru og neytendur verða að treysta á.

Teknar eru vörur af handahófi og þær vigtaðar eftir ákveðinni aðferðarfræði og eins eru vigtaðar vörur sem borist hafa ábendingar um að þurfi að skoða.

Ef að niðurstöður úrtaksvigtunnar er á þá leið að varan er ekki í samræmi við merkingar á umbúðum, þá annað hvort of margar sem eru undir merktu magni eða þá að meðaltalsmagn er of lítið, þá er haft samband við framleiðanda og óskað eftir úrbótum strax. Sama vara er svo skoðuð við næstu skoðun á forpökkuðum vörum.

Neytendur eru hvattir til að fylgjast vel með þessum málum og ef að grunur vaknar um að ekki er rétt magn í forpakkaðri vöru þá er hægt að koma ábendingu um það til HMS og varan verður skoðuð með viðeigandi mælitækjum.