Vöruöryggi

Innkallanir

Hættuleg fingramálning

Málningin inniheldur blöndu af rotvarnarefnunum metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI). Snerting húðar við málningu inniheldur MCI og MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

Fræðsluefni

Brunavarnir heimila

Engin ætti að leggja allt sitt traust á slökkvitækið því fyrstu viðbrögð við eldsvoða ættu alltaf að vera þau að forða fólki úr hættu og gera 1 1 2 viðvart um eldinn áður en farið er að reyna að slökkva.

Innkallanir

Hættulegar segulkúlur

Barn getur sett kúlurnar í munninn og gleypt þær sem getur leitt til köfnunar ef þær fara í öndunarveginn. Ef tvær eða fleiri kúlur eru gleyptar gætu þær fests saman vegna sterks segulflæðis og valdið stíflu í meltingarveginum eða sett göt í hann. Ef segulkúlur fara í meltingarveginn þá þarf að fjarlægja þær með skurðaðgerð.

Öryggisvörur

Er endurskinsmerkið þitt í lagi?

Það er mjög áríðandi að allar tilskildar merkingar og leiðbeiningar um notkun komi greinilega fram. Á merkingunum sést hvort að endurskinsmerkið hafi verið prófað og virki eins og það á að virka.

Innkallanir

Hættulegur bangsi

Auðvelt er að nálgast trefjaefni leikfangsins vegna veikleika í saumunum. Lítið barn getur sett fyllingarefnið í munninn og kafnað.

Innkallanir

Hættuleg lyklakippa

Málmkeðjan getur auðveldlega losnað og gert það að verkum að lítið barn getur sett það í munninn og kafnað. Enn fremur er plastpokinn þunnur og ef barn leikur sér að honum getur plastið hulið munninn og nefið sem getur valdið því að barnið kafnar.

Innkallanir

Hættulegt dýralæknaleikfangasett

Snúrur hlustunarpípunnar eru of langar. Þær geta flækst og myndað lykkju um háls barns sem leiðir til kyrkingar og/eða meiðsla.

Öryggisvörur

Hjálmanotkun barna

Það er skylda að börn undir 16 ára eiga að vera með hlífðarhjálm við hjólreiðar.

Innkallanir

Innköllun á LETTAN speglum

IKEA ítrekar innköllun til viðgerðar á ákveðnum LETTAN speglum þar sem veggfestingunum er skipt út. IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga LETTAN spegla sem falla undir þessa innköllun að taka þá niður og fá sendar nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu.

Innkallanir

Hættuleg fingramálning

Málningin getur kallað fram ofnæmisviðbrögð og valdið krabbameini. Hún getur einnig valdið húðbólgu.

Innkallanir

Hættulegur leikfangasími

Ungt barn getur auðveldlega náð til rafhlaðna, hugsanlega gleypt þær og valdið skaða á meltingavegi. Einnig veldur þetta köfnunarhættu.

Fræðsluefni

Forpakkningar e-merki

e-merkið á að tryggja neytendum ákveðið öryggi um að rétt magn af vörunni miðað við magnmerkingu á umbúðum, sé það sem við fáum.

Eðalmálmar

Gullkorn

Mikilvægt er að neytendur passi sjálfir upp á að þær merkingar sem eiga að vera á vörunni séu fyrir hendi eða að þær fylgi.  Hönnunin sem er ómerkt er eins og málverk sem er nafnlaust.

Fræðsluefni

Forpakkningar

Neytendur eru hvattir til að fylgjast vel með þessum málum.

Innkallanir

Hættulegt vasaljós

HMS beinir því til allra eigenda þessara vasaljósa að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.

Hlaupahjól handa börnum
Fræðsluefni

Hlaupahjól ætluð börnum

Nú þegar sumarið er gengið í garð er gott að hafa nokkur atriði í huga þegar kaupa skal hlaupahjól handa börnum.