Categories
Fræðsluefni Mælitæki

Alþjóðlegi dagur mælifræðinnar

Mælifræðin snertir líf okkar allra.

Dagur mælifræðinnar var í ár 2023 haldin 20. maí. Í tilefni þess og til að útskýra hvar mælifræðin t.d. snertir líf okkar allra, daglega, setjum við hér inn stuttmynd frá Hollensku mælifræðistofnunni.

Mælifræðin byggir á vísindalegum skilgreiningum á mæligrunnum sem þjóðir heims geta miðað sína mæligrunna við og staðfest út frá því að verið sé að nota mælingar sem hægt er að treysta á að séu réttar. Í viðskiptum landa á milli þurfa aðilar meðal annars að geta treyst því að það sem gefið er upp sem t.d. magn vöru að það sé mælt með mælibúnaði sem byggir á rekjanlegum mæligrunni. Það skapar traust í viðskiptum landa á milli að það sé staðfest að mælingar í viðkomandi löndum byggja á traustum grunni.

Mælifræðin kemur víða við í lífi fólks, hlutir sem okkur finnst eðlilegir í umhverfi okkar hafa oft á tíðum farið í gegnum flókna þróun áður en þeir birtast okkur í því formi sem þeir hafa í dag. Og svo má á það minna að eitt af því fyrsta sem gert er við okkur hérlendis þegar að við fæðumst er að vigta okkur og lengdarmæla með til þess bærum mælitækjum.