Ljósgjafar

Hvenær afhenda framleiðendur/birgðasalar nýju orkumerkimiðana og hvenær þurfa þeir að vera sýnilegir í verslunum og í vefverslunum?

Ljósgjafar settir á markað eftir 1. september 2021 

Settir á markað frá 01.05.2021:

  • Birgðasalar skulu skrá ljósgjafa í EPREL-gagnagrunninn, m.t.t. nýrrar reglugerðar og sýna nýja orkumerkimiðann á umbúðum. 
  • Birgðasalar skulu útvega söluaðilum rafrænt vöruupplýsingablað. Söluaðilar geta einnig óskað eftir vöruupplýsingablaðinu á prentuðu formi.
 

Frá 01.09.2021:

  • Söluaðilar skulu sýna nýjar vörur með nýja orkumerkimiðanum á umbúðum, í verslunum og í vefverslunum.

Ljósgjafar settir á markað fyrir 1. september.2021 

Frá og með 01.05.2021: 

  • Birgðasalar skulu endurskrá í EPREL-gagnagrunninn vöru sem fær nýjan orkumerkimiða, m.t.t. nýrrar reglugerðar um ljósgjafa, ásamt nýjum orkumerkimiða og viðeigandi vöruupplýsingablaði.
 

18 mánaða aðlögunartímabil frá 01.09.2021 til 28.02.2023:

  • Vörur sem settar eru á markað fyrir 01.09.2021 má selja með gamla orkumerkimiðanum
  • Birgðasalar skulu afhenda söluaðilum límmiða með nýja orkumerkimiðanum og viðeigandi  vöruupplýsingablað fyrir vörur á lager, óski söluaðilar þess
 

Frá og með 01.03.2023:

  • Gamlir orkumerkimiðar á umbúðum eða vöru skulu huldir með límmiða af sömu stærð með nýja orkumerkimiðanum
  • Nýtt vöruupplýsingablað skal látið í té

 

Sjáðu bæklinginn um nýja orkumerkimiðann