Heimilistæki, sjónvörp og rafeindaskjáir

Hvenær afhenda framleiðendur/birgðasalar nýju orkumerkimiðana og hvenær þurfa þeir að vera sýnilegir í verslunum og í vefverslunum?

Vörur á markaði fyrir og eftir 1. nóvember 2020 og verða áfram settar á markað eftir þá dagsetningu

Á 4 mánaða aðlögunartímabili frá 1. nóvember 2020 til 28. febrúar 2021:

  • Birgðasalar skulu endurskrá í EPREL-gagnagrunninn vöru sem fær nýjan orkumerkimiða, m.t.t. nýrrar reglugerðar
  • Birgðasalar skulu láta fylgja bæði gamla og nýja merkimiða, ásamt viðeigandi vöruupplýsingablöðum með nýjum eintökum vörunnar 
  • Birgðasalar skulu útvega nýja merkimiða fyrir vörur á lager, óski söluaðilar þess

1.-18. mars 2021:

  • Skipta skal út gömlu orkumerkimiðunum fyrir þá nýju.
  • Sérstakar kröfur varðandi sjónvörp og rafeindaskjái: Birgðasali skal prenta orkumerkimiðann á umbúðir eða líma hann, í lit, á þær. Sé vörutegund aðeins sýnd í umbúðum (ekki tekin úr umbúðum til sýnis) verður söluaðili að sjá til þess að orkumerkimiðinn sé sýnilegur neytendum, þ.e.a.s. að sú hlið umbúða sem sýnir merkimiðann sé sýnileg.
  • Sérstakar kröfur varðandi fjar- og vefsölu: Ör með orkunýtniflokki og svið orkunýtniflokka skal vera sýnilegt næst vöru þegar um er að ræða vöruupplýsingar á vef. Vöruupplýsingablaðið skal vera aðgengilegt neytendum á pappír eða á vef birgðasala.  

Nýjar vörur settar á markað frá 1. nóvember 2020 en ekki seldar endanlegum notendum fyrr en eftir 1. mars 2021 

Frá og með 1. nóvember 2020:

  • Birgðasalar skulu eingöngu skrá vöru í EPREL-gagnagrunninn á grundvelli nýju reglugerðarinnar og skulu útvega söluaðilum nýja orkumerkimiðann og viðeigandi vöruupplýsingablað.

Frá og með 1. mars 2021:

  • Nýjar vörur með nýju orkumerkimiðunum eru til sýnis í verslunum og í vefverslunum.
  • Ef um fjar- eða vefsölu er að ræða, sjá viðbótarkröfur sem tilgreindar eru hér að ofan
  • Fyrir sjónvörp og rafeindaskjái, sjá viðbótarkröfur sem tilgreindar eru hér að ofan

Vörur á markaði fyrir 1. nóvember 2020 en ekki settar á markað eftir þá dagsetningu eða ef birgðasali hefur hætt starfsemi 

1. mars 2021 til 30.nóvember 2021:

  • Selja má vörur með gamla merkimiðanum á þessu 9 mánaða aðlögunartímabili
  • Birgðasalar afhenda ekki nýjar upplýsingar

Frá og með 1. desember 2021:

  • Ekki má lengur selja vörur með gömlu orkumerkimiðunum


Ör með orkunýtniflokki vöru og svið orkunýtniflokka skal vera sýnilegt næst vöru þegar um er að ræða vöruupplýsingar á vef. Vöruupplýsingablaðið skal vera aðgengilegt neytendum á pappír eða á vef birgðasala. Ítarlegri kröfur varðandi útfærslu merkimiðans fyrir fjar- og vefsölu eru umfangsmiklar og verða teknar úr viðeigandi reglugerðum.

Birgðasali skal prenta orkumerkimiðann á umbúðir eða líma hann, í lit, á þær.Sé vörutegund aðeins sýnd í umbúðum (ekki tekin úr umbúðum til sýnis) verður söluaðili að sjá til þess að orkumerkimiðinn sé sýnilegur neytendum, þ.e.a.s. að sú hlið umbúða sem sýnir merkimiðann sé sýnileg.