Ýmis mikilvæg atriði hafa breyst og bæst við í nýju orkumerkimiðunum. Sem dæmi má nefna orkunýtniflokkana sem hafa verið samræmdir, QR-kóði hefur bæst við og sum myndtákn hafa verið endurgerð.
Meiri upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.
Orkunýtniflokkar
Það eru samræmdir orkunýtniflokkar, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++, A++ og A+ munu hverfa. Litakóðinn mun ekki breytast, hann hefur orðið meginþáttur í orkumerkimiðanum og gerir hann auðþekkjanlegan og nothæfan.
QR-kóði
Merkimiðinn er tengdur við gagnagrunn gegnum QR-kóða. Í gagnagrunninum eru frekari upplýsingar varðandi orkumerktar vörur. Hann er aðgengilegur með því að skanna kóðann með snjalltæki.
Myndtákn
Flest myndtákn sem sýna vörueiginleika á gamla merkimiðanum eru óbreytt í nýju útgáfunni. Sum hafa þó verið endurgerð og sum eru ný.
Orkunotkun
Orkunotkun varanna er sýnd á meira áberandi og einsleitari hátt í miðhluta merkimiðans. Orkunotkun er ýmist sett fram sem kílóvattsstundir (kWh) á ári við 1000 klukkustunda notkun eða hverjar 100 lotur, allt eftir vöruflokki.
Orkunýtniflokkar
Vörur | Núverandi orkumerkimiði | Nýi orkumerkimiðinn |
---|---|---|
Ísskápar og frystar til heimilisnota | A+++ | B eða C |
Vínkælar | A+++ | B eða C |
Þvottavélar, 4 kg og meira | A+++ | B eða C |
Uppþvottavélar | A+++ | B eða C |
Sjónvörp og rafeindaskjáir | A+++ | B eða C |
Ljósgjafar | A++ | C eða D |
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00