Tilgangur og ávinningur nýja orkumerkimiðans

Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær.

Meiri upplýsingar um tilgang og ávinning nýja orkumerkimiðans má sjá hér fyrir neðan.

  • Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær.
  • Orkunýtniflokkar A+++ til G, höfðu sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gáfu ekki nægilegar skýrar upplýsingar og þegar flestar vörur voru í 2-3 efstu flokkunum. Þetta gerði neytendum erfitt fyrir við að velja orkunýtnustu vörurnar.
  • Evrópusambandið hefur því endurskoðað og betrumbætt merkimiðann til samræmis við þarfir notenda. Nýju merkimiðarnir urðu sýnilegir í verslunum og í vefverslunum 1. mars 2021 og sýndu aðeins orkunýtniflokka A til G.