Tveir merkimiðar

Frá nóvember 2020 til mars 2021 fylgja tveir orkumerkimiðar með sömu vörunni. Annar miðinn er með núverandi orkunýtniflokkum (A+++ til D) en hinn  er sá nýi með orkunýtniflokkum framtíðarinnar, A til G.

Meiri upplýsingar um merkimiðana tvo má sjá hér fyrir neðan.

Afhverju fékk ég tvo ólíka orkumerkimiða með vörunni minni?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríkin hafa ákveðið að endurskoða kröfur um orkumerkingar og breyta orkunýtniflokkum þannig að þeir verði eins fyrir alla vöruflokka, frá A til G.

Endurskoðunin mun koma til framkvæmda í áföngum og frá 1. mars 2021 munu nýir orkunýtniflokkar, A til G, taka gildi fyrir ísskápa, frysta, vínkæla, uppþvottavélar, þvottavélar, þvottavélar með þurrkara, sjónvörp og rafeindaskjái. Nýir orkumerkimiðar með orkunýtniflokkum A til G taka gildi fyrir aðra vöruflokka eftir því sem viðkomandi reglugerðir verða endurskoðaðar.

Þessar breytingar þýða að á aðlögunartímabilinu frá nóvember 2020 til mars 2021 fylgja tveir  orkumerkimiðar sömu vörunni. Annar miðinn er með núverandi orkunýtniflokkum (A+++ til D) en hinn  er sá nýi með orkunýtniflokkum framtíðarinnar, A til G.

Nýju kröfurnar hafa í för með sér að sumar prófunar- og reikniaðferðir breytast, Sem þýðir að gildi á endurkvarðaða orkumerkimiðanum geta vikið aðeins frá núverandi orkumerkimiða. Varan er hins vegar sú sama og svipaðar breytingar eru fyrir allar vörur innan þess vöruflokks.

Eftir 1. mars 2021 hafa smásalar 14 virka daga til að skipta núverandi orkumerkimiða út fyrir hinn nýja. Þetta á við allar útstillar vörur í verslunum og vefverslunum, sem og markaðsefni. Neytendur ættu að gera ráð fyrir að tveir orkumerkimiðar fylgi vöru um skeið eftir 1. mars 2021.