Frá og með 1. janúar 2019 var skylt að skrá allar orkumerktar vörur í nýjan gagnagrunn sem kallast EPREL (European Product Registry for Energy Labelling). Öllum aðildarríkjum EES er skylt að taka hann í notkun.
Framleiðendur og innflytjendur á orkutengdum vörum sem bera orkumerkingar bera ábyrgð á að setja upplýsingar um vörur í EPREL gagnagrunninn. Upplýsingar skulu skráðar áður en vörur eru settar á markað.
Gagnagrunnur, nokkrir kostir
Birgjar þurfa að hafa ESB auðkenni áður en hægt er að skrá vörur í gagnagrunninn.
EPREL leiðbeiningar útskýra lið fyrir lið hvernig eigi að fara í gegnum ferlið. EPREL getur einnig búið til alla nauðsynlegar orkumerkingar.
Hér er hægt að skrá vörur í EPREL gagnagrunninn
EPREL gagnagrunnurinn verður opinn neytendum þar sem þeim verður gert kleift að leita í honum af orkumerkingum og vöruupplýsingablöðum síðar á árinu.
Fyrir nánari aðstoð eða upplýsingar má hafa samband við: ENER-EPREL-HELPDESK@ec.europa.eu
Sjá nánar á heimasíðu Evrópusambandsins.
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00