Hjólbarðar sem seldir eru á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa að standast kröfur um orkumerkingar. Með því að velja þá hjólbarða sem nýta orkuna best er hægt að minnka eldsneytiskostnað um allt að 10%.
Allir nýir hjólbarðar eiga að hafa merkingar sem hafa þann tilgang að hjálpa neytendum að velja réttu sumar- eða vetrarhjólbarðana. Merkingarnar eiga að vera á áberandi límmiða sem festur er á hjólbarðana eða sýnilegar fyrir kaupandann á útsölustað.
Tilgangur merkinganna er að gefa neytendum betri upplýsingar um gæði hjólbarða hvað þrjá mikilvæga þætti varðar; eldneytisnýtni (snúningsmótstaða) hjólbarða, veggrip í bleytu og snúningshávaða (sem frávik frá viðmiðunarmörkum).
Neytendur eiga þannig að vera í betri aðstöðu til að leggja mat á gæði hjólbarða og geta tekið upplýstari ákvörðun um kaup á dekkjum. Reglur um merkingar veita framleiðendum jafnframt aðhald til að tryggja og bæta gæði hjólbarða sinna.
Merkingarnar eiga við um öll dekk sem framleidd eru fyrir fólksbíla, jepplinga og sendibíla. Þær gilda ekki um neglda vetrarhjólbarða, sólaða hjólbarða og ýmsa hjólbarða ætlaða til iðnaðar- og landbúnaðarnota, sem og sérútbúna keppnishjólbarða.
Merkingarnar eru útskýrðar betur hér:
Eldneytisnýtni: Veltiviðnám gefur vísbendingu um orkunýtni hjólbarðans sem hefur áhrif á eldsneytisnotkun. Mismunandi hjólbarðar geta haft ólíkt veltiviðnám af ýmsum ástæðum, þar á meðal eru hönnun og uppbygging, en einnig efnainnihald þeirra. Þrýstingur getur haft áhrif á aðra þætti, sérstaklega öryggi. Hjólbarðar með réttum þrýstingi geta stuðlað að allt að 10% sparnaði. Kvarðinn fyrir eldsneytisnýtni er frá A til G, því hærri sem flokkurinn er, þar sem A er hæst, því lægra veltiviðnám og betri eldsneytisnýtni.
Veggrip í bleytu: Veggrip á blautum vegi er mikilvægt öryggisatriði sem gefur til kynna hversu vel hjólbarði getur hemlað á blautum vegi. Hjólbarðar eru flokkaðir frá A, sem er stysta hemlunarvegalengd til G, sem er sú lengsta. Munurinn á tilteknum flokki til þess næsta getur jafngilt 3-6 metrum í stöðvunarvegalengd.
Ytri snúningshávaði: Snúningshávaði (veghljóð) er mældur í desibelum á þriggja strika skala sem miðast við leyfileg viðmið um snúningshávaða frá hjólbörðum:
Sjá nánar upplýsingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um merkingar hjólbarða
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00