Þegar til er samhæfður staðall fyrir byggingarvöru er gerð krafa um að CE-merkja vöruna áður en hún er sett á markað. Þá eru mikilvægir eiginleikar vörunnar metnir og settir fram á samræmdan hátt í yfirlýsingu um nothæfi.
Um markaðssetningu CE-merktra byggingarvara gildir Evrópureglugerð nr. 305/2011 og II. kafli laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Leiðbeiningarnar hér að neðan snúa að því regluverki.
Ef ekki fylgir yfirlýsing um nothæfi er byggingarvaran ólögleg á markaði.
Framleiðandi byggingarvöru skilgreinir áformuð not vöru sinnar. Í ZA viðauka samhæfðs staðals fyrir viðkomandi vöru kemur fram hvaða mikilvægu eiginleika framleiðandi skal meta eða láta meta miðað við áformuð not vörunnar. Mikilvægu eiginleikarnir varða grunnkröfur um mannvirki.
Framleiðandi setur þá mikilvægu eiginleika, sem hann hefur metið eða látið meta, fram í yfirlýsingu um nothæfi sem fylgir byggingarvörunni. Yfirlýsing um nothæfi segir því til um nothæfi viðkomandi byggingarvöru í mannvirkjagerð. Þegar framleiðandi hefur útbúið yfirlýsingu um nothæfi má hann CE-merkja vöru sína.
Framleiðandi getur ákveðið að meta aðeins hluta þeirra mikilvægu eiginleika sem farið er fram á í samhæfða staðlinum en slíkt getur haft í för með sér að byggingarvara hans sé ekki nothæf í einhverjum tilfellum.
Yfirlýsing um nothæfi skal fylgja öllum CE-merktum byggingarvörum. Í yfirlýsingu um nothæfi koma fram nauðsynlegar upplýsingar m.a. varðandi áformuð not vörunnar og þá mikilvægu eiginleika sem framleiðandi hefur metið eða látið meta. Yfirlýsingunni er þannig ætlað að lýsa helstu eiginleikum vöru svo að neytanda sé ljóst til hvaða nota varan hentar. Yfirlýsingin má vera afhent á pappír eða með rafrænum hætti.
Aðrar upplýsingar svo sem einkenniskóði gerðareintaksins, upplýsingar um framleiðanda, kerfi við mat á nothæfi og sannprófun á stöðugleika (AVCP), númer samhæfðs staðals o.fl. eiga líka að koma fram á yfirlýsingu um nothæfi. Samhæfði staðallinn um vöruna tilgreinir á hvern hátt framleiðanda ber að birta upplýsingar um nothæfi vöru.
Frekari upplýsingar um yfirlýsingu um nothæfi og CE-merkingu má finna í II. kafla Evrópureglugerðar 305/2011 sem birt er sem fylgiskjal við lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Fylgi ekki yfirlýsing um nothæfi CE-merktri vöru er markaðssetning hennar óheimil.
Aðeins þegar framleiðandi hefur útbúið yfirlýsingu um nothæfi fyrir byggingarvöru sína er honum heimilt að CE-merkja hana.
Þegar framleiðandi hefur útbúið yfirlýsingu um nothæfi fyrir byggingarvöru sína er honum heimilt að CE-merkja hana.
Eins og fyrir yfirlýsingu um nothæfi eru gerðar kröfur um hvaða upplýsingar eiga að koma fram á CE-merki byggingarvöru en einnig varðandi það hvernig CE-merkið skuli fest á vöruna. Meðal mikilvægra upplýsinga sem skulu koma fram á CE-merki byggingarvöru er einkenniskóði gerðareintaksins, tilvísunarnúmer yfirlýsingar um nothæfi, tilvísun í samhæfða staðalinn (eða aðra samhæfða tækniforskrift) o.fl. CE-merkið skal fest á byggingarvöruna eða áfastan merkimiða þannig að það sé sýnilegt, læsilegt og óafmáanlegt. Ef því verður ekki komið við skal festa merkið á umbúðir vörunnar eða fylgiskjöl hennar.
Með því að skrá tilvísunarnúmer yfirlýsingar um nothæfi á áfast CE-merki byggingarvöru er ávallt hægt að rekja eiginleika byggingarvörunnar. Rekjanleiki byggingarvörunnar er tryggður.
Með því að festa eða hafa fest CE-merki á byggingarvöru gefa framleiðendur til kynna að þeir beri ábyrgð á því að hún samræmist tilgreindu nothæfi og öllum gildandi kröfum sem mælt er fyrir um í Evrópureglugerð nr. 305/2011 og viðeigandi samhæfðum staðli.
Nauðsynlegt er að upplýsingar um áformuð not og mikilvæga eiginleika byggingarvöru komi fram á fylgiskjölum og að þær séu aðgengilegar neytendum. Gögn sem fylgja skulu CE-merktum byggingarvörum eru:
Byggingarvara þarf að henta til fyrirhugaðra nota og mikilvægt er að neytendur séu vel meðvitaðir um að CE-merkið eitt og sér segir ekki til um það hvort vara henti til fyrirhugaðra nota.
Neytendur verða því bæði að kanna hvort varan sé CE merkt og einnig skoða yfirlýsinguna um nothæfi til þess að fullvissa sig um að varan hafi þá eiginleika að hún henti til notkunar við fyrirhugaðar aðstæður. Hönnuður mannvirkis skilgreinir þá eiginleika. Um framsetningu krafna til byggingarvöru í hönnunargögnum er t.d. fjallað í byggingarreglugerð.
Sjá nánar lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.
Upplýsingar um mikilvæga eiginleika byggingarvöru þurfa að vera aðgengilegar og fylgja vörunni en það eykur líkur á að valin sé byggingarvara sem sannarlega uppfyllir þær kröfur sem til hennar eru gerðar.
Allir fagaðilar sem hafa aðkomu að markaðssetningu CE-merktrar byggingarvöru skulu tryggja að fullnægjandi gögn fylgi henni. Fagaðilarnir eru einu nafni nefndir rekstraraðilar en skilgreiningar og skyldur þeirra má finna hér:
Rekstraraðili: Lög um byggingarvörur nr. 114/2014 tilgreina þá aðila sem bera ábyrgð á því að markaðssett byggingarvara sé CE-merkt á réttan hátt. Slíkir aðilar eru nefndir rekstraraðilar og skv. lögunum og bera þeir ábyrgð á því að byggingarvara sem þeir bjóða fram á markaði sé rétt markaðssett, þ.e.a.s. rétt CE-merkt, að henni fylgi yfirlýsing um nothæfi o.þ.h. Skyldur rekstraraðila eru ítarlega skilgreindar í III. kafla reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014. Rekstraraðilar sem markaðssetja byggingarvörur hér á landi þurfa að kynna sér þessar reglur vandlega. Hér að neðan er aðeins birt yfirlit um helstu skyldur rekstraraðila.
Framleiðandi: Einstaklingur eða lögaðili, sem framleiðir byggingarvöru eða lætur búa til eða framleiða slíka vöru og setur hana á markað undir sínu nafni eða merki. Yfirlit yfir helstu skyldur framleiðanda:
Sjá nánar 11. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Innflytjandi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins sem markaðssetur byggingarvöru frá landi utan EES svæðisins á innri markaði EES svæðisins. Yfirlit yfir helstu skyldur innflytjanda:
Sjá nánar 13. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Dreifandi: Einstaklingur eða lögaðili sem gerir byggingarvöru aðgengilega á markaði. Yfirlit yfir helstu skyldur dreifanda :
Sjá nánar 14. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Viðurkenndur fulltrúi: Einstaklingur eða lögaðili með staðfestu innan EES svæðisins sem hefur fengið skriflegt umboð frá framleiðanda til að koma fram fyrir hans hönd í tengslum við tilgreind verkefni. Framleiðandi getur, með skriflegu umboði, tilnefnt viðurkenndan fulltrúa til að sjá um ýmis verkefni varðandi CE-merkingu á byggingarvörum, þó ekki að útbúa tæknigögn. Viðurkenndur fulltrúi vinnur þau verkefni sem umboð hans nær til og á að minnsta kosti að sjá til þess að yfirlýsing um nothæfi og tæknigögn séu tiltæk fyrir markaðseftirlitsyfirvöld viðkomandi ríkis.
Dreifandi / innflytjandi getur borið ábyrgð framleiðanda: Dreifandi eða innflytjandi vöru getur í einhverjum tilvikum borið ábyrgð framleiðanda. Það á t.d. við þegar dreifandi eða innflytjandi markaðssetur vöru undir eigin nafni, t.d. með eigin vörumerki eða gerir einhverja þá breytingu á vörunni sem hefur áhrif á yfirlýsingu framleiðandans um nothæfi vörunnar, sbr. 15. gr. reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Sjá nánar II. og III. kafla reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Ákvæði um ábyrgð og skyldur þeirra sem ákvarða um notkun/velja byggingarvöru til mannvirkjagerðar, s.s. eigenda, hönnuða, iðnmeistara eða byggingarstjóra koma fram í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þessum aðilum ber ávallt að tryggja að valdar vörur uppfylli skilyrði laga um byggingarvörur nr. 114/2014.
Um notkun byggingarvöru í mannvirki gildir:
Sjá nánar:
Lög um mannvirki nr. 160/2010, 16. tölulið 3. gr., 15. gr., 23. gr., 5. mgr. 29. gr. og 2. mgr. 32. gr.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012, 4.5.1. gr. og 4.5.2. gr.
Ávinningur neytenda af CE-merkingu byggingarvara er m.a. sá að allir framleiðendur birta upplýsingar sem varða eiginleika/notkun vörunnar í mannvirki á sama hátt. Það auðveldar samanburð milli framleiðanda við ákvörðun um val á vöru auk þess sem neytendur eiga að geta treyst því að upplýsingar sem fylgja CE-merktri vöru séu réttar. Ávinningur framleiðenda felst m.a. í því að CE-merkingin veitir heimild til markaðssetningar vörunnar á öllu evrópska efnahagssvæðinu.
Merking vöru á þennan hátt gefur ekki endilega til kynna sérstök gæði vöru. Hins vegar á merkingin sem slík að tryggja að eiginleikunum eða nothæfi vörunnar sé rétt lýst af hálfu framleiðanda og að hann standi að framleiðslu vörunnar samkvæmt ákveðnum samræmdum reglum.
Merking gefur því til kynna að framleiðslueftirliti sé beitt við framleiðslu vörunnar. Framleiðslueftirlitið getur verið eigið eftirlit framleiðanda sjálfs eða eftirlit óháðs aðila sem ætlað er slíkt hlutverk (tilkynntur aðili). Einnig gefur merkingin til kynna að varan sé prófuð þegar prófana er þörf og að prófun sé framkvæmd á þann hátt sem viðkomandi staðall tilgreinir.
Markaðssetning byggingarvöru sem fellur undir samhæfðan staðal er því óheimil nema varan sé rétt CE-merkt samkvæmt ákvæðum þess samhæfða staðals sem um vöruna gildir.
Um 500 slíkir staðlar hafa nú þegar verið gefnir út.
Samhæfðir Evrópustaðlar á byggingarsviði tilgreina skilmála vegna CE merkingar byggingarvöru. Staðlarnir eru gefnir út af Staðlastofnun Evrópu, CEN, og annast Staðlaráð Íslands afhendingu staðla hérlendis.
Svonefndur ZA viðauki samhæfðs staðals tilgreinir þá skilmála sem sérstaklega þarf að uppfylla vegna CE merkingar þeirrar vöru sem fjallað er um í staðlinum:
Viðauki ZA.1: Fjallar um hvaða greinar staðalsins þarf að taka afstöðu til vegna CE merkingar viðkomandi vöru.
Viðauki ZA.2: Fjallar m.a. um hvernig eftirliti með framleiðslu skuli háttað og hver skuli prófa vöru, sé um prófun að ræða. Þar getur t.d. verið um að ræða kröfu um eftirlit eða prófun af hálfu óháðs aðila, þ.e. sérstaks tilkynnts aðila.
Viðauki ZA.3: Fjallar um CE merkið og merkingu vörunnar og hvernig beri að birta upplýsingar um framleiðanda, eftirlitsaðila og vöruna á CE merkinu.
Við CE merkingu byggingarvöru ber framleiðanda að starfa í samræmi við þau ákvæði staðalsins sem fram koma í þessum viðaukum.
Hér má nálgast lista yfir samhæfða staðla hjá Staðlaráði Íslands: Samhæfðir staðlar.
Hér má nálgast samsvarandi danskan lista: Byggevareinfo.
Ef ekki er fyrir hendi samhæfður staðall fyrir byggingarvöru er framleiðanda heimilt að CE-merkja vöru sína á grundvelli svokallaðs evrópsks tæknimats (European assessment document). Heimilt er að CE-merkja vöru á þennan hátt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ávinningur framleiðanda af slíkri merkingu er sá að hann öðlast með því heimild til markaðssetningar vörunnar á öllu EES svæðinu.
Til þess að CE-merkja vöru á grundvelli tæknimats þarf framleiðandi að leita til sérstaks aðila sem hefur heimild til að vinna slíkt tæknimat. Yfirumsjón með gerð og samþykkt tæknimats á byggingarvörum er á vegum European Organisation of Technical Assessment (EOTA).
Samtök Evrópskra Tæknimatsstofnana semja og samþykkja evrópskt matsskjal fyrir byggingarvöru, að fenginni beiðni um slíkt frá framleiðanda. Þetta er þó aðeins heimilt ef eitthvað af eftirfarandi á við:
Heimild til útgáfu evrópsks tæknimats hafa aðeins tæknimatsstofnanir sem eru sérstaklega tilnefndar til slíkrar þjónustu.
Sjá nánar IV. kafla reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014.
Prófanir og eftirlit CE-merktrar byggingarvöru
Gerð er krafa um eftirlit með framleiðslu CE-merktrar vöru. Samhæfður staðall um vöruna tilgreinir á hvern hátt eftirliti með framleiðslu skal háttað. Staðallinn tilgreinir einnig allar nauðsynlegar prófanir og hver skal framkvæma þær.
Þegar samhæfður staðall gerir kröfu um sérstakt ytra eftirlit með CE-merktri byggingarvöru, s.s. með framleiðslustýringarkerfi eða um vottun kerfisins, ber framleiðanda að leita til sérstaks óháðs aðila – svonefnds tilkynnts aðila.
Sama á við þegar samhæfður staðall gerir kröfu um prófun vöru af hálfu óháðs aðila. Þá ber framleiðanda ávallt að leita til tilkynnts aðila sem heimild hefur til að vinna slíka prófun. Mismunandi kröfur um aðkomu óháðs aðila er koma fram í fimm kerfum, svonefndum AVCP kerfum (1+, 1, 2+, 2, 3 og 4).
Allir framleiðendur sem framleiða vöru og CE-merkja samkvæmt samhæfðum staðli verða að virða ákvæði staðalsins og starfa að framleiðslunni á samræmdan hátt.
Tilkynntir aðilar
Allt ytra eftirlit með framleiðendum CE-merktrar vöru og prófanir af hálfu óháðs aðila á CE-merktum vörum er unnið af tilkynntum aðilum.
Tilkynntur aðili er sjálfstæð vottunar-, prófunar- og/eða skoðunarstofa sem hefur fengið sérstaka tilnefningu stjórnvalds viðkomandi ríkis til að sinna þessu ákveðna hlutverki.
Almennt skal tilkynntur aðili vera faggiltur til þeirra verka sem hann sinnir.
Tilkynntir aðilar hafa starfsréttindi í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Íslenskur tilkynntur aðili má þannig hafa eftirlit með framleiðslu byggingarvöru í öðru ríki EES ef svo ber undir. Eins getur íslenskur framleiðandi leitað til erlends tilkynnts aðila.
Öllum tilkynntum aðilum ber að uppfylla sömu skilmála vegna starfsemi sinnar og þeir verða að vera sérstaklega samþykktir og skráðir sem slíkir af hálfu Evrópusambandsins.
Sjá nánar V. og VII. kafla reglugerðar ESB nr. 305/2011, sbr. lög um byggingarvörur, nr. 114/2014.
Í samhæfðum staðli fyrir byggingarvöru kemur fram hvaða kerfi (sem snýr að mati á nothæfi og sannprófun á stöðugleika þess) skuli nota við mat á vörunni (í CE-merkingarferlinu). Í kerfunum er ýmist gerð krafa um aðkomu tilkynnts aðila vegna prófana, framleiðslustýringar, hvoru tveggja eða hvorugs. Kerfin eru fimm talsins, 1+, 1, 2+, 3 og 4, og eru þau tilgreind og útskýrð í V. viðauka Evrópureglugerðar nr. 305/2011 og hér fyrir neðan. Framkvæmdastjórnin skal velja kerfið eða kerfin sem hafa minnstan kostnað í för með sér og samræmast uppfyllingu allra grunnkrafna um mannvirki.
Kerfi 1+
Yfirlýsing framleiðanda um nothæfi vegna mikilvægra eiginleika byggingarvörunnar á grundvelli eftirfarandi þátta
Kerfi 1
Yfirlýsing framleiðanda um nothæfi vegna mikilvægra eiginleika byggingarvörunnar á grundvelli eftirfarandi þátta
Kerfi 2+
Yfirlýsing framleiðanda um nothæfi vegna mikilvægra eiginleika byggingarvörunnar á grundvelli eftirfarandi þátta
Kerfi 3
Yfirlýsing framleiðanda um nothæfi vegna mikilvægra eiginleika byggingarvörunnar á grundvelli eftirfarandi þátta:
Kerfi 4
Yfirlýsing framleiðanda um nothæfi vegna mikilvægra eiginleika byggingarvörunnar á grundvelli eftirfarandi þátta
Kynningarefni um CE merkingu byggingarvöru má finna á tenglum hér að neðan. Um er að ræða efni á síðu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.
Gerð er krafa um að byggingarvörur séu CE-merktar ef til er samhæfður staðall um viðkomandi vöru skv. lögum um byggingarvörur.
Leiðbeiningar um CE-merkingu gluggaByggingarvaran gluggi (1)
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00