Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningarsetti „Kit de peinture au doigt drole avec tampons fournitures de peinture pour les tout-petits“ sem selt var á vefnum, aðallega á vefsíðu AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er fingramálningarsett sem inniheldur 24 svamppúða í mismunandi litum. Varan kemur í pappakassa og plastpoka. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt. ASIN: 1005005611012530.
Hver er hættan?
Varan inniheldur metýlísóþíasólínón (MI) og metýlklórísíþíasólínón (MCI) MI og MCI eru ofnæmisvaldandi og geta valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum. Þar að auki rifnar svampurinn á blekpúðanum auðveldlega og lítið barn getur sett svampinn í munninn og kafnað. Það sama á við um plasthlífina.
HMS beinir því til allra eigenda þessarar fingramálningarsetts að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.