Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegum bangsa „Kawaii rayé renard peluche jouets enfants animaux en peluche lapin jouets enfants bébé poupée“ frá NewStway sem seld var á vefnum, aðallega á JOOM. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er mjúkt leikfang í formi ljóns sem er brúnt á lit. Leikfangið kemur í plastploka. Leikfangið er ekki CE-merkt og ber ekki lotunúmer né strikamerki.
Hver er hættan?
Smár hlutur (augað) getur auðveldlega losnað frá leikfanginu. Lítið barn getur sett það í munninn og kafnað. Ennfremur er umbúðarplastið of þunnt. Ef barn leikur sér að umbúðunum getur það hulið munninn og nefið sem getur valdið því að barnið kafnað.
HMS beinir því til allra eigenda þessa bangsa að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.