Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegt fingramálningarsett

Varan hefur of háan styrk af metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI) MI og MCI eru ofnæmisvaldandi og geta valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum. Þar að auki rifnar svampurinn á blekpúðanum auðveldlega og lítið barn getur sett svampinn í munninn og kafnað.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningarsetti „Kit de peinture au doigt amusant pour enfants, graffiti coloré, sessin pour enfants, jardin“ sem seld var á vefnum, aðallega á vefsíðu AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er fingramálningarsett í hvítum disk sem er 22 cm í þvermál en settið inniheldur 12 svampa með mismunandi litum. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt. Vörunúmerið er einnig óþekkt.

Hver er hættan?

Varan hefur of háan styrk af metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI) (mæld gildi: 2.7 mg/kg og 2.4 mg/kg) MI og MCI eru ofnæmisvaldandi og geta valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum. Þar að auki rifnar svampurinn á blekpúðanum auðveldlega og lítið barn getur sett svampinn í munninn og kafnað.

HMS beinir því til allra eigenda þessarar fingramálningarsetts að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.