Kerti þurfa að uppfylla skilyrði laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og mega ekki ógna heilsu eða eignum.
Útikerti eru almenn neytendavara þá eiga þau ekki að vera CE merkt og það þarf ekki sérstakt leyfi yfirvalda til að selja þau.
Framleiðendur, innflytjendur, dreifingaraðilar og seljendur útikerta bera ábyrgð á að útikertin séu í lagi og uppfylli allar kröfur. Orðið útikerti á við um allar brennandi kertavörur sem eru hannaðar til notkunar undir berum himni t.d. útikertaljós, kerti í útiluktir, garðblys, olíukerti, kerti fyrir garðinn og kirkjugarða.
Kröfur um öryggi útikerta og prófunaraðferðir eru tilgreindar i staðlinum ÍST EN 17616:2021, Outdoor candles- Specification for fire safety, sem dæmi varðandi:
Útikertum verða að fylgja nauðsynlegar leiðbeiningar um örugga notkun og varúðarmerkingar á íslensku. Leiðbeiningarnar geta innihaldið lýsandi myndir og í stað texta er hægt að veita upplýsingarnar með almennum leiðbeiningum og aðvörunartáknum (pictagram). Í staðalinn ÍST EN 17617:2021 Outdoor candles – Product safety labels er að finna nákvæmar kröfur um merkingar á útikertum. Mikilvægar viðvaranir sem eiga að fylgja útikertum eru t.d.:
Varúðarmerkingarnar eiga að lýsa hugsanlegum hættum og aðgerðum sem að gera til að forðast hætturnar.
Merkingarnar verða annaðhvort að vera á kertinu eða á sölupakkningunni eða fylgja kertinu á sérstökum merkimiða.
Til að sýna fram á að varan sé i lagi getur HMS óskað eftir vottorð, yfirlýsingar um samræmi vöru við reglur og staðla, prófunarskýrslur, tæknilegar upplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar til að sannreyna öryggi vöru. Jafnframt getur HMS óskað eftir upplýsingum um sölustaði.
Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki.
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri.
kt: 581219-1480
Mán til fim frá kl. 9:00 – 16:00
Fös frá kl. 9:00 – 14:00