Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegu leikfangi „Bébé silicone anneau de dentition enfants macher dents jouets fruits bite sans“ sem selt var á vefsíðu ebay. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.
Þetta er nagleikfang úr grænu og fjólubláu sílikoni í formi vínberjaklasa. Varan er seld á vefnum, einkum á ebay. Lotunúmer er óþekkt. Vörunúmer er JA10170012 / AB-029-2. Varan er ekki CE-merkt. Framleiðsludagur: 18. desember 2022. Einnig eru engar upplýsingar um framleiðanda leikfangsins. Varan kemur í glærum plastumbúðum.
Hver er hættan?
Nagleikfangið er of langt og gæti fests í munni barns sem getur ekki setið uppi án aðstoðar sem mundi leiða til köfnunar.
HMS beinir því til allra eigenda „Bébé silicone anneau de dentition enfants macher dents jouets fruits bite sans“ að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.