Categories
Innkallanir Leikföng

Hættulegur leir

Varan inniheldur blöndu af rotvarnarefnunum metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI). Snerting húðar við leir sem innihalda MCI og MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegum leir „Pâte à modeler en plasticine polymère 12/24/36 pièces pour bricolage sûre et non toxique“ eða „Polymer plasticine modeling clay 12/24/36 pieces for safe and non-toxic DIY“ framleitt af YAYA sem selt var á vefnum, aðallega á vefsíðu AliExpress. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er leirsafn með 24 mismunandi tegundum af leir. Umbúðirnar er plastpoki sem inniheldur allt settið af leirnum, verkfærum og einstökum pokum sem innihalda einstaka leirum. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt. Varan er með vörunúmerið 32879144328.

Hver er hættan?

Varan inniheldur blöndu af rotvarnarefnunum metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI). Snerting húðar við leir sem innihalda MCI og MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

HMS beinir því til allra eigenda þessa leirs að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.