Categories
Innkallanir Leikföng

Hættuleg fingramálning

Málningin inniheldur blöndu af rotvarnarefnunum metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI). Snerting húðar við málningu inniheldur MCI og MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á hættulegri fingramálningu „Peintures de doigt lavables non toxiques pour le papier Canvas Kids Activité Classe Home DIY“ eða „Non-toxic washable finger paints for paper canvas kids activity class home DIY“ sem selt var á vefsíðu JOOM. Grunur leikur á að leikfangið gæti verið í umferð á Íslandi.

Þetta er blá fingramálning í dæluskammtara í líki bjarnar. Skammtarinn er í gegnsæjum plastpoka, með miða. Lotunúmer og strikamerki eru óþekkt. Varan er heldur ekki CE-merkt. Vörunúmerið er A02A21T2-03.

Hver er hættan?

Málningin inniheldur blöndu af rotvarnarefnunum metýlísóþíasólínóni (MI) og metýlklórísíþíasólínóni (MCI). Snerting húðar við málningu inniheldur MCI og MI getur valdið húðbólgu vegna snertiofnæmis hjá næmum einstaklingum.

HMS beinir því til allra eigenda þessarar fingrarmálningar að hætta notkun leikfangsins þegar í stað.